City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 18:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alisson frá næstu vikurnar - Missir af stórleikjum
Mynd: EPA
Alisson, markvörður Liverpool, meiddist aftan í læri í tapi gegn Galatasaray á þriðjudaginn og talið er að hann verði fjarverandi fram að landsleikjahléi um miðjan nóvember.

Hann fór í myndatöku í dag og samkvæmt heimildum The Athletic verður brasilíski framherjinn fjarverandi næstu vikurnar.

Hann mun því missa af nokkrum stórleikjum. Hann verður ekki með gegn Chelsea um helgina en Liverpool mætir Man Utd þann 19. október. Liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni 4. nóvember og Man City 9. nóvember sem er síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléið.

Giorgi Mamardashvili mun leysa hann af. Hann kom inn á fyrir Alisson gegn Galatasaray og það var aðeins annar leikur hans fyrir liðið.
Athugasemdir
banner