Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
banner
   þri 30. september 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Breiðabliki mistókst aftur að tryggja sér titilinn
Kvenaboltinn
Kayla Marie Rollins
Kayla Marie Rollins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ashley Jordan Clark
Ashley Jordan Clark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ótrúleg dramatík í Laugardalnum í toppslag þar sem Þróttur fékk Breiðablik í heimsókn. Með sigri hefði Breiðablik fagnað Íslandsmeistaratitlinum.

Breiðablik gat tryggt sér titilinn á dögunum en tapaði gegn Stjörnunni og fékk því annað tækifæri í kvöld.

Samantha Smith var nálægt því að koma Blikum yfir en átti skot í slá. Heimakonur komust yfir þegar Unnur Dóra Bergsdóttir braut ísinn.

Þróttur var með forystuna í hálfleik en eftir rúmlega klukkutíma leik jafnaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir metin og það kom svakalegur kafli í kjölfarið.

Kayla Marie Rollins kom Þrótti aftur yfir stuttu síðar en aftur jafnaði Berglind metin. Rúmlega tíu mínútum eftir fyrra mark Berglindar skoraði Sierra Marie Lelii þriðja mark Þróttar og kom liðinu yfir í þriðja sinn.

Breiðablik er á toppnum með 49 stig, sjö stigum á undan Þrótti þegar níu stig eru eftir í pottinum. FH getur jafnað Þrótt að stigum með sigri gegn Stjörnunni á morgun.

Víkingur stökk yfir Val í 4. sæti deildarinnar með sigri í kvöld. Linda Líf Boama kom Víkingi yfir eftir að Tinna Brá Magnúsdóttir hafði varið vítaspyrnu frá Bergdísi Sveinsdóttur snemma leiks.

Ashley Jordan Clark innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum undir lok leiksins.

Víkingur R. 3 - 0 Valur
0-0 Bergdís Sveinsdóttir ('7 , misnotað víti)
1-0 Linda Líf Boama ('27 )
2-0 Ashley Jordan Clark ('80 )
3-0 Ashley Jordan Clark ('89 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. 3 - 2 Breiðablik
1-0 Unnur Dóra Bergsdóttir ('34 )
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('64 )
2-1 Kayla Marie Rollins ('71 )
2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('75 )
3-2 Sierra Marie Lelii ('77 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 20 16 1 3 80 - 20 +60 49
2.    Þróttur R. 20 13 3 4 40 - 26 +14 42
3.    FH 19 12 3 4 45 - 22 +23 39
4.    Víkingur R. 20 9 1 10 45 - 42 +3 28
5.    Valur 20 8 4 8 31 - 31 0 28
6.    Stjarnan 19 9 1 9 33 - 37 -4 28
Athugasemdir
banner