
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2027. Ísland mætir Sviss á Swisspoarena í Luzern föstudaginn 10. október og Lúxemborg á Þróttarvelli þriðjudaginn 14. október. Þrír leikmenn koma inn í hópinn eftir leikinn í Sviss.
Frá síðasta verkefni eru nokkrar breytingar: Galdur Guðmundsson verður ekki með í lekjunum vegna meiðsla og Guðmundur Baldvin Nökkvason er ekki með. Inn koma þeir Haukur Andri Haraldsson og Framararnir Freyr Sigurðsson og Þorri Stefán Þorbjörnsson.
Júlíus Mar Júlíusson tekur út leikbann í leiknum gegn Sviss og kemur svo inn í hópinn fyrir leikinn gegn Lúxemborg ásamt þeim Arnari Daða Jóhannessyni og Ómari Birni Stefánssyni.
U21 landsliðið er einungis með eitt stig eftir leiki gegn Færeyjum og Eistlandi í undankeppninni. Ólafur Ingi Skúlason hefur verið orðaður við önnur þjálfarastörf, þar á meðal Val og FH.
Frá síðasta verkefni eru nokkrar breytingar: Galdur Guðmundsson verður ekki með í lekjunum vegna meiðsla og Guðmundur Baldvin Nökkvason er ekki með. Inn koma þeir Haukur Andri Haraldsson og Framararnir Freyr Sigurðsson og Þorri Stefán Þorbjörnsson.
Júlíus Mar Júlíusson tekur út leikbann í leiknum gegn Sviss og kemur svo inn í hópinn fyrir leikinn gegn Lúxemborg ásamt þeim Arnari Daða Jóhannessyni og Ómari Birni Stefánssyni.
U21 landsliðið er einungis með eitt stig eftir leiki gegn Færeyjum og Eistlandi í undankeppninni. Ólafur Ingi Skúlason hefur verið orðaður við önnur þjálfarastörf, þar á meðal Val og FH.
Hópurinn
Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG 1899 Hoffenheim
Halldór Snær Georgsson - KR
Logi Hrafn Róbertsson - NK Istra
Hilmir Rafn Mikaelsson - Viking FK
Hlynur Freyr Karlsson - IF Brommapojkarna
Eggert Aron Guðmundsson - SK Brann
Benoný Breki Andrésson - Stockport County F.C.
Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik
Helgi Fróði Ingason - Helmond Sport
Jóhannes Kristinn Bjarnason - Kolding IF
Róbert Frosti Þorkelsson - GAIS
Hinrik Harðarson - Odds BK
Baldur Kári Helgason - FH
Haukur Andri Haraldsson - ÍA
Kjartan Már Kjartansson - Aberdeen FC
Tómas Orri Róbertsson - FH
Ásgeir Helgi Orrason - Breiðablik
Nóel Atli Arnórsson - AaB Fodbold
Freyr Sigurðsson - Fram
Þorri Stefán Þorbjörnsson - Fram
Þrír leikmenn koma inn í hópinn eftir leikinn gegn Sviss. Þeir eru:
Arnar Daði Jóhannesson - Afturelding
Júlíus Már Júlíusson - KR
Ómar Björn Stefánsson - ÍA
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Færeyjar | 5 | 3 | 0 | 2 | 6 - 11 | -5 | 9 |
2. Sviss | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 - 1 | +4 | 7 |
3. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 12 - 1 | +11 | 6 |
4. Ísland | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 4 | 0 | 5 |
5. Eistland | 5 | 0 | 2 | 3 | 5 - 13 | -8 | 2 |
6. Lúxemborg | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 |
Athugasemdir