City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 15:30
Kári Snorrason
Gylfi nálægt landsliðinu - „Vön því að sjá mörk klínd upp í skeytin en núna líka mikil vinnusemi og baráttugleði“
Eimskip
Gylfi Þór var nálægt landsliðshópnum.
Gylfi Þór var nálægt landsliðshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það þarf alltaf einn maður að fara út ef einhver annar kemur inn.“
„Það þarf alltaf einn maður að fara út ef einhver annar kemur inn.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson opinberaði landsliðshóp sinn, fyrir leiki Íslands gegn Úkraínu og Frakklands í undankeppni HM í gær. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki valinn í hópinn en Arnar segir hann hafa verið nær hópnum en áður. Arnar var spurður út í það hvaða leikmenn væru næst hópnum.


„Já, þú ert að horfa í Jóa Berg og síðan er Gylfi búinn að spila mjög vel síðustu leiki. Ég er ekkert að leika mér að því að skilja þessa gaura eftir. Það gæti vel verið að mönnum finnst ég vera 'ruthless' með því að gera það.“

„En ef að menn gera stærðfræðidæmið þá þarf alltaf einn maður að fara út ef einhver annar kemur inn. Það er mikil samkeppni. Gylfi er orðinn djúpur hjá Víkingum og það þarf engan snilling til að sjá hverjir eru djúpir hjá okkur í landsliðinu og þá þarf að taka þá út úr hópnum.“ 

Var Gylfi nær hópnum en í síðustu gluggum?

„Já, klárlega. Marsglugginn var alltaf snúinn, tímabilið á Íslandi ekki byrjað. Svo kemur Júníglugginn, þó að tímabilið sé byrjað á Íslandi eru menn ennþá smá ryðgaðir. Núna erum við komnir langt fram á vetur og margir leikir að baki, þú sérð hann verða sterkari og sterkari.“ 

„Hann er búinn að taka þessu hlutverki mjög alvarlega hjá Víkingum að vera leiðtogi og búinn að drífa þetta áfram. Með kannski öðrum hæfileikum en við erum búnir að sjá frá honum. Við erum vön að sjá mörk klínd upp í skeytin og þess háttar. Núna er mikil vinnusemi og baráttugleði, hann er bara leiðtogi.“ 

Viðtalið við Arnar má sjá hér fyrir neðan, hann er spurður út í mál Gylfa eftir rúmlega sex mínútur.


Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Athugasemdir
banner