Eins og fram kom í gær þá er ráðið hver muni taka við FH af Heimi Guðjónssyni en félagið ákvað að binda enda á samstarfið við Heimi að tímabilinu loknu.
Heimildir Fótbolta.net herma að Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum þjálfari ÍA og fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, muni taka við FH.
Heimildir Fótbolta.net herma að Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum þjálfari ÍA og fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, muni taka við FH.
Jói Kalli er að þjálfa danska C-deildarliðið AB og er liðið á toppi deildarinnar eftir níu umferðir. Danska deildin er vetrardeild og því nóg eftir af tímabilinu.
Jói Kalli var orðaður við ÍA þegar Jón Þór Hauksson var látinn fara í sumar og sagt að hann hefði haft áhuga en ekki getað fengið sig lausan á þeim tímapunkti.
Hugur hans gæti leitað heim af fjölskylduástæðum en 433.is segir frá því að eiginkona hans sé flutt heim til Íslands ásamt yngstu börnum þeirra.
Sigurvin Ólafsson og Ólafur Ingi Skúlason, sem einnig voru orðaðir við FH, höfðu báðir útilokað að vera að taka við liðinu.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 24 | 9 | 6 | 9 | 30 - 29 | +1 | 33 |
2. KA | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 44 | -9 | 32 |
3. ÍA | 24 | 9 | 1 | 14 | 33 - 45 | -12 | 28 |
4. Vestri | 24 | 8 | 3 | 13 | 23 - 37 | -14 | 27 |
5. Afturelding | 24 | 6 | 7 | 11 | 33 - 42 | -9 | 25 |
6. KR | 24 | 6 | 6 | 12 | 46 - 58 | -12 | 24 |
Athugasemdir