Hákon Arnar Haraldsson var orðaður við Roma í ítölskum fjölmiðlum í morgun. Hann var í byrjunarliði Lille gegn Roma í ótrúlegum leik.
Eftir sex mínútna leik vann Lille boltann við vítateig Roma og Hákon tók hlaupið inn á teiginn, hann fékk boltann og skoraði með skoti á nærstöngina.
Roma fékk gullið tækifæri til að jafna metin undir lokin þegar liðið fékk vítaspyrnu. Artem Dovbyk, sem var nýkominn inn á sem varamaður, tók spyrnuna en Berke Ozer, markvörður Lille varði frá honum.
Dovbyk fékk hins vegar annað tækifæri þar sem varnarmaður Lille hljóp of snemma inn í teiginn. Hann setti boltann í sama horn og aftur las Ozer hann og varði. Þessu var hins vegar ekki lokið þar sem Ozer fór af línunni.
Í þetta sinn fór Matias Soule á punktinn og enn eina ferðina varði Ozer. Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Ozer stal senunni í lokin. Sterkur sigur Lille staðreynd.
Sævar Atli Magnússon var hetja Brann í sigri gegn Utrecht. Hann skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks með skoti úr teignum. Eggert Aron Guðmundsson var einnig í byrjunarliðinu.
Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn á eftir hálftíma leik en fékk að líta rauða spjaldið í uppbótatíma í tapi Malmö gegn Viktoria Plzen. Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður.
Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður í 2-1 tapi Panathinaikos í tapi gegn Go Ahead Eagles.
Celtic 0 - 2 Braga
0-1 Ricardo Horta ('21 )
0-2 Gabri Martinez ('85 )
Panathinaikos 1 - 2 Go Ahead Eagles
1-0 Karol Swiderski ('56 )
1-1 Milan Smit ('75 )
1-2 Milan Smit ('82 )
Ludogorets 0 - 2 Betis
0-1 Giovani Lo Celso ('31 )
0-2 Son ('53 , sjálfsmark)
Bologna 1 - 1 Freiburg
1-0 Riccardo Orsolini ('29 )
1-1 Junior Adamu ('57 , víti)
Fenerbahce 2 - 1 Nice
1-0 Muhammed Kerem Akturkoglu ('3 )
2-0 Muhammed Kerem Akturkoglu ('25 )
2-1 Kevin Carlos ('37 , víti)
SK Brann 1 - 0 Utrecht
1-0 Saevar Magnusson ('41 )
Steaua 0 - 2 Young Boys
0-1 Joel Monteiro ('11 )
0-2 Joel Monteiro ('36 )
Plzen 3 - 0 Malmo FF
1-0 Matej Vydra ('34 )
2-0 Rafiu Durosinmi ('44 )
3-0 Karel Spacil ('53 )
Rautt spjald: ,Lasse Berg Johnsen, Malmo FF ('39)Merchas Doski, Plzen ('58)Daníel Tristan Guðjohnsen, Malmo FF ('90)
Roma 0 - 1 Lille
0-1 Hakon Arnar Haraldsson ('6 )
0-1 Artem Dovbyk ('82 , Misnotað víti)
0-1 Matias Soule ('85 , Misnotað víti)
Athugasemdir