Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 15:58
Elvar Geir Magnússon
Gent lætur Arnar Viðars fara
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson er ekki lengur íþróttastjóri Gent í Belgíu en hann var ráðinn í starfið í júní í fyrra. Arnar hafði áður verið þjálfari unglingaliðsins en fékk svo stöðuhækkun.

Í tilkynningu frá Gent segir félagið að ákveðið hafi verið að slíta samstarfi við Arnar en honum er þakkað fyrir gott starf og fagmennsku.

Þar segir að í endurskipulagningu hjá félaginu hafi ekki fundist hentug staða fyrir Arnar og því hafi verið ákveðið að óska ekki lengur eftir hans starfskröftum.

Arnar er fyrrum landsliðsþjálfari Ísland en hann hafði einnig starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ. Arnar hefur lengi búið í Belgíu en þar lék hann á atvinnumannaferlinum og stýrði svo Cercle Brugge og var bráðabirgðastjóri hjá Lokeren.


Athugasemdir
banner