City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
banner
   fim 02. október 2025 20:24
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Sama sagan hjá Blikum - „Köstum leiknum frá okkur á stuttum tíma“
Anton Logi Lúðvíksson í baráttunni í leiknum í dag.
Anton Logi Lúðvíksson í baráttunni í leiknum í dag.
Mynd: EPA
Beyatt Lekoueiry fagnar marki.
Beyatt Lekoueiry fagnar marki.
Mynd: EPA
„Við byrjum leikinn virkilega vel og fáum góðar stöður til að komast yfir en því miður, eins og hefur gerst áður í Evrópu, þá köstum við leiknum frá okkur á stuttum tíma… Þetta er sviðsmynd sem við höfum séð áður í Evrópu, við spilum vel úti á velli en köstum þessu frá okkur með ódýrum mörkum,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi.

Blikar töpuðu 3-0 fyrir Lausanne í Sambandsdeildinni í kvöld og minnti leikurinn vissulega á það þegar liðið var í sömu keppni fyrir tveimur árum og fór illa að ráði sínu. Blikar enduðu þá án stiga.

Lestu um leikinn: Lausanne 3 -  0 Breiðablik

Breiðablik fékk tvö góð færi áður en Lausanne skoraði úr sinni fyrstu sókn. Skömmu síðar kom annað mark þegar Theo Bair komst auðveldlega milli miðvarðanna Viktors og Damirs og skoraði. Þriðja markið kom síðan eftir mistök Valgeirs Valgeirssonar. 3-0 í hálfleik og Lausanne sigldi þessu fyrirhafnarlítið í höfn í seinni hálfleik án þess að eyða mikilli orku.

„Markmiðið er auðvitað að vinna leiki og fá stig en við erum líka með markmið um að geta spilað við þessi lið á jafningagrundvelli, eins og mér fannst við gera í dag," sagði Halldór og reyndi að horfa á jákvæða punkta.

„Óþarflega sannfærandi tap. Leikurinn fer bara í fyrri hálfleik og það var erfitt að klóra sig til baka eftir það. Vonbrigði í fyrsta leik, það verður að segjast," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Vísi.

Breiðablik hefur ekki unnið deildarleik á Íslandi síðan 19. júlí en næsti leikur liðsins er gegn Fram á Kópavogsvelli á sunnudagskvöld.

Leikjadagskrá Blika í Sambandsdeildinni:
23. okt: KuPS (heima)
6. nóv: Shakhtar Donetsk (úti)
27. nóv: Samsunspor (heima)
11. des: Shamrock Rovers (heima)
18. des: Strasbourg (úti)
Athugasemdir
banner