Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: FH aftur upp í annað sætið eftir markaleik í Garðabæ
Kvenaboltinn
Thelma Karen Pálmadóttir skoraði tvö og Berglind Freyja Hlynsdóttir eitt í sigrinum
Thelma Karen Pálmadóttir skoraði tvö og Berglind Freyja Hlynsdóttir eitt í sigrinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar hafa átt ótrúlegt tímabil
FH-ingar hafa átt ótrúlegt tímabil
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan 3 - 4 FH
1-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('2 )
1-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('11 )
1-2 Thelma Karen Pálmadóttir ('17 )
1-2 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('30 , misnotað víti)
2-2 Birna Jóhannsdóttir ('45 )
2-3 Thelma Karen Pálmadóttir ('52 )
2-4 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('81 )
3-4 Sandra Hauksdóttir ('93 )
Lestu um leikinn

FH-ingar endurheimtu annað sætið í Bestu deild kvenna með því að vinna Stjörnuna, 4-3, á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Þróttarar höfðu tekið annað sætið af FH-ingum eftir frækinn sigur á toppliði Breiðabliks í gær en FH var staðráðið í að taka sætið aftur af þeim og setja aukna pressu á Blika.

Stjarnan komst yfir á 2. mínútu leiksins eftir slæm mistök Macy Enneking sem missti skot Birnu Jóhannsdóttur frá sér og til Úlfu Dís sem skoraði örugglega úr frákastinu.

FH-ingar svöruðu með mörkum frá Thelmu Lóu Hermannsdóttur og Thelmu Kareni Pálmadóttur. Thelma Lóa komst í gegnum vörn Stjörnunnar og jafnaði metin áður en Thelma Karen eftir laglegan sprett á kantinum. Hún tók skot sem Bridgette Skiba varði, en boltinn datt aftur út á Thelmu sem var ekki að fara klikka í annarri tilraun.

Stjarnan fékk fullkomið tækifæri til þess að jafna metin eftir hálftímaleik er Thelma Lóa braut á Betsy Hassett í teignum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir fór á punktinn en Enneking giskaði á rétt horn og varði vel.

Enneking varði síðan aftur frábærlega aðeins þremur mínútum síðar er Snædís María Jörundsdóttir komst ein á móti markverðinum, en Enneking vandanum vaxin. Skiba var ekki síðri á hinum enda vallarins og bauð upp á stórkostlega markvörslu sem má alveg tilnefna sem eina af bestu vörslum tímabilsins.

Enneking kom hins vegar engum vörnum við undir lok hálfleiksins er Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir átti tilraun sem hafnaði í stönginni og út á Birnu sem jafnaði metin með skalla.

Staðan í hálfleik 2-2 í fjörugum leik en það voru FH-ingar sem kláruðu dæmið í þeim síðari.

Thelma Karen kom FH aftur í forystu á 52. mínútu er hún las slaka sendingu á Hassett. Thelma komst inn í sendinguna áður en hún skoraði annað mark sitt í leiknum.

Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði fjórða mark FH á 81. mínútu eftir að Katla María Þórðardóttir vann boltann. Berglind hljóp síðan með boltann fram völlinn, alla leið að marki Stjörnunnar og skoraði.

Sandra Hauksdóttir náði í sárabótarmark seint í uppbótartíma eftir hornspyrnu en lengra komust Stjörnukonur ekki. FH fer upp í annað sætið með 42 stig, en Stjarnan í 5. sæti með 28 stig.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 20 16 1 3 80 - 20 +60 49
2.    FH 20 13 3 4 49 - 25 +24 42
3.    Þróttur R. 20 13 3 4 40 - 26 +14 42
4.    Víkingur R. 20 9 1 10 45 - 42 +3 28
5.    Valur 20 8 4 8 31 - 31 0 28
6.    Stjarnan 20 9 1 10 36 - 41 -5 28
Athugasemdir
banner