Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 12:50
Elvar Geir Magnússon
Íslendingarnir á skotskónum með unglingaliði FCK
Viktor Bjarki Daðason (annar frá hægri) og Gunnar Orri Olsen (lengst til hægri).
Viktor Bjarki Daðason (annar frá hægri) og Gunnar Orri Olsen (lengst til hægri).
Mynd: Aðsend
Íslendingarnir efnilegu hjá FC Kaupmannahöfn, Viktor Bjarki Daðason og Gunnar Orri Olsen, skoruðu báðir fyrir U19 lið félagsins í dag.

Þá lék FCK gegn Qarabag frá Aserbaídsjan í Evrópukeppni unglingaliða en spilað var í Bakú.

Báðir voru þeir í byrjunarliðinu, Viktor sem fremsti maður og Gunnar á kantinum.

FCK vann 5-0 sigur þar sem Gunnar, sem er uppalinn hjá Stjörnunni, skoraði annað mark leiksins og Viktor, sem er fyrrum leikmaður Fram, skoraði það þriðja.

Þetta var annar leikur FCK á deildarstigi U19 keppninnar en í síðasta mánuði tapaði liðið 0-2 fyrir Bayer Leverkusen. Viktor og Gunnar voru einnig í byrjunarliðinu í þeim leik.
Athugasemdir
banner