Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
banner
   fim 02. október 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tveir stórir póstar framlengja við Þrótt
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóley María Steinarsdóttir
Sóley María Steinarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Sóley María Steinarsdóttir verða áfram hjá Þrótti næstu árin en báðar framlengdu við félagið til loka árs 2028 í gær.

Báðar eru uppaldar í Laugardalnum og eiga yfir 100 leiki fyrir félagið í efstu deild.

Þær byrjuðu báðar að spila með meistaraflokki árið 2015, þá á fimmtánda aldursári og eru þá leikjahæstu leikmenn félagsins í efstu deild.

Álfhildur hefur gegnt hlutverki fyrirliða síðustu ár og á tvo landsleiki með U23 ára landsliði Íslands á meðan Sóley hefur spilað 24 leiki með yngri landsliðunum og einn með A-landsliðinu.

Þær hafa nú báðar skrifað undir þriggja ára samning við félagið sem Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, segir mikið gleðiefni.

„Það er sérstakt gleðiefni að endurnýja samning við þessa máttarstólpa í meistaraflokki kvenna. Þær eiga stóran þátt í þeirri velgengni sem kvennalið Þróttar hefur notið og gott að vita að við munum njóta krafta þeirra áfram næstu árin. Þær hafa vaxið og dafnað með félaginu og sýnt og sannað að þær eru í senn afburða knattspyrnukonur og ekki síður gegnheilir og mikilvægir Þróttarar,“ sagði Kristján í tilkynningu félagsins.

Þróttur hefur á síðustu árum tekist að festa sig í sessi í Bestu deildinni og verið að berjast í kringum toppinn. Liðið er nú í 3. sæti deildarinnar með 42 stig, sjö stigum frá toppliði Breiðabliks þegar þrjár umferðir eru eftir.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 20 16 1 3 80 - 20 +60 49
2.    FH 20 13 3 4 49 - 25 +24 42
3.    Þróttur R. 20 13 3 4 40 - 26 +14 42
4.    Víkingur R. 20 9 1 10 45 - 42 +3 28
5.    Valur 20 8 4 8 31 - 31 0 28
6.    Stjarnan 20 9 1 10 36 - 41 -5 28
Athugasemdir
banner