Tyrell Malacia hefur snúið aftur til æfinga með aðalliði Manchester United eftir að hafa æft fjarri aðalliðshópnum undanfarin misseri.
Malacia var ekki í náðinni hjá Ruben Amorim, stjóra Manchester United, en hann fór ekki með í æfingaferð United til Bandaríkjanna fyrir tímabil.
Hollendingurinn lék átta leiki fyrir United á síðasta tímabili en fór svo á láni til PSV í heimalandi sínu í janúar.
Malacia var eini leikmaður United sem var á sölulista í sumar og fór ekki frá félaginu. Hann var sterklega orðaður við Elche á Spáni og til liða á Tyrklandi.
Athugasemdir