Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
   mið 01. október 2025 14:29
Kári Snorrason
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Eimskip
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andri Fannar Baldursson kemur inn í hópinn.
Andri Fannar Baldursson kemur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fær bæði Frakkland og Úkraínu í heimsókn í komandi verkefni.
Ísland fær bæði Frakkland og Úkraínu í heimsókn í komandi verkefni.
Mynd: EPA

Arnar Gunnlaugsson tilkynnti í hádeginu landsliðshóp sem mætir Úkraínu og Frakklandi í næstkomandi landsliðsverkefni og sat fyrir svörum á blaðamannafundi. Fótbolti.net ræddi við Arnar eftir blaðamannafundinn.


„Sem betur fer eru ekki þrír mánuðir á milli glugga, þetta eru einungis þrjár vikur. Ég held að liðið taki miklum framförum í þessum þremur gluggum. Menn eru fljótir að rifja upp fundina, æfingar og leikplanið.

En fyrst og fremst hlakkar ég til því við erum í bullandi séns. Okkur tókst að ná okkar markmiðum í síðasta glugga og nú erum við komnir með ný markmið í þessum glugga. Það er góð samstaða milli leikmanna, komum saman hingað til að vinna að þessu sameiginlega markmiði sem á endanum snýst um að koma okkur á HM.“ 

Arnar gerir eina breytingu frá upprunalegum landsliðshóp síðasta glugga. Aron Einar og Andri Fannar koma inn í hópinn, en Aron var upprunalega í síðasta landsliðshóp en dróg sig út úr honum vegna meiðsla.

„Það er stundum, ekki alltaf, að vera ekki að hrófla við liði sem gengur vel. Það er nógu erfitt að standa í landsliðsumhverfi, fáar æfingar og allt svoleiðis. Þú vilt hafa svipaðan hóp, að því gefnu ef leikmenn standa sig vel. Okkur fannst engin ástæða til að hrófla við of miklu og breytingarnar voru í raun og veru mjög auðskiljanlegar.“ 

Segir landsliðsumhverfið erfitt

„Svo kom ég inn á mikilmennskubrjálæði þjóðarinnar á fundinum áðan, sem ég fíla mjög vel. Það er gerð krafa um sigur og landsliðsumhverfið er mjög erfitt. Til dæmis spiluðum við allt í lagi á útivelli gegn Kósóvó en allir brjálaðir að við töpuðum. Svo kemur í ljós að þeir vinna Svía 2-0 á sama heimavelli. Þetta er mjög snúið umhverfi.“ 

„Nú erum við komnir með skriðþunga og mómentum, það er gríðarlegt vopn fyrir íþróttamenn að hafa ásamt sjálfstrausti. Við þurfum að virða skriðþungann og mæta til leiks og þá fara allir glaðir heim og við getum sett upp alls kyns sviðsmyndir eftir Frakkaleikinn. Staðreyndin er sú að ef við vinnum Úkraínu erum við að fara í toppslag í riðlinum gegn Frökkum, hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?“ 

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner