Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   þri 30. september 2025 21:34
Brynjar Óli Ágústsson
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Það verður erfitt að kveðja Óla
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þrótt
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er ótrúlega góð. Þetta var mjög sætur sigur, börðumst heldur betur og unnum vel fyrir þessu,'' segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þrótt, eftir 3-2 sigur gegn Breiðablik í 2. umferð efri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Breiðablik

Það voru læti í klefanum hjá Þrótt eftir leikinn.

„Það var markmið að ná að vinna þær og halda okkur í þessari baráttu um Evrópusæti, þannig já mjög sáttar. Við viljum vinna rest. Það eru þrír leikir eftir og við viljum vinna þá alla, það er bara FH næst og við ætlum að vinna þann leik.''

Álfhildur var að skrifa undir nýjum þriggja ára samning hjá Þrótt.

„Mér líður ótrúlega vel hérna og langar að vera áfram og geta gert eitthvað fyrir Þrótt. Mér þykir ótrúlega vænt um þennan klúbb.''

Óli Kristjáns hætti sem þjálfari Þrótt eftir tímabilið. Álfhildur var spurð út hvernig sú ákvörðun hefði áhrif á leikmennina.

„Erfitt auðvitað og leiðinlegt. En við samgleðjumst honum heldur betur og skiljum hann vel. Það verður erfitt að kveðja Óla.''

Nik þjálfaði Álfhildi þegar hann þjálfaði Þrótt. Álfhildur var spurð út í þjálfaraskiptið hjá Nik.

„Það er mjög spennandi og ég samgleðst honum sömuleiðis. Ég veit að þetta er búið að vera markmið hjá honum. Þannig að mér finnst það mjög gaman og geggjað tækifæri fyrir hann.''

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner