City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 19:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Crystal Palace bætti félagsmet - Liðið á ótrúlegu skriði
Mynd: EPA
Crystal Palace er á ótrúlegu skriði en liðið vann Dynamo Kyiv í Sambandsdeildinni í kvöld.

Daniel Munoz kom liðinu yfir og Eddie Nketiah innsiglaði 2-0 sigur liðsins.

Liðið er án taps í nítján leikjum í röð sem er félagsmet. Liðið hefur unnið Liverpool tvisvar á tímabilinu, fyrst í leiknum um Samfélagsskjöldinn og svo var liðið það fyrsta til að vinna Liverpool í úrvalsdeildinni með dramatískum 2-1 sigri um síðustu helgi.

Síðasta tap Crystal Palace kom þann 16. apríl þegar liðið steinlá 5-0 gegn Newcastle.


Athugasemdir
banner