Crystal Palace er á ótrúlegu skriði en liðið vann Dynamo Kyiv í Sambandsdeildinni í kvöld.
Daniel Munoz kom liðinu yfir og Eddie Nketiah innsiglaði 2-0 sigur liðsins.
Daniel Munoz kom liðinu yfir og Eddie Nketiah innsiglaði 2-0 sigur liðsins.
Liðið er án taps í nítján leikjum í röð sem er félagsmet. Liðið hefur unnið Liverpool tvisvar á tímabilinu, fyrst í leiknum um Samfélagsskjöldinn og svo var liðið það fyrsta til að vinna Liverpool í úrvalsdeildinni með dramatískum 2-1 sigri um síðustu helgi.
Síðasta tap Crystal Palace kom þann 16. apríl þegar liðið steinlá 5-0 gegn Newcastle.
It's almost six months since Crystal Palace lost a competitive game ????
— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2025
Their last defeat came against Newcastle, on 16 April! pic.twitter.com/FLTjKoXL2a
Athugasemdir