Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurvin Ólafsson eru þau nöfn sem helst eru orðuð við þjálfarastöðuna hjá FH en í gær staðfesti Hafnarfjarðarfélagið að ekki yrði endursamið við Heimi Guðjónsson eftir tímabilið.
Jóhannes og Sigurvin hafa einnig verið orðaðir við Val en talið er líklegt að þjálfaraskipti verði á Hlíðarenda eftir tímabil og Túfa, Srdjan Tufegdzic, látinn fara.
Jóhannes og Sigurvin hafa einnig verið orðaðir við Val en talið er líklegt að þjálfaraskipti verði á Hlíðarenda eftir tímabil og Túfa, Srdjan Tufegdzic, látinn fara.
Jói Kalli er að þjálfa danska C-deildarliðið AB og er liðið á toppi deildarinnar eftir níu umferðir. Danska deildin er vetrardeild og því nóg eftir af tímabilinu. FH þyrfti að borga hann út frá danska félaginu en hann var orðaður við ÍA þegar Jón Þór Hauksson var látinn fara í sumar .
Venni hefur gert flotta hluti með Þrótt en tókst ekki að koma liðinu upp í Bestu deildina. Liðið tapaði gegn HK í undanúrslitum umspilsins. Hann sagði í viðtali á dögunum að stefna sín væri klárlega að verða þjálfari í efstu deild.
Meðal annarra sem hafa verið orðaðir við FH eru Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsins, Gunnar Heiðar Þorvaldsson fyrrum þjálfari Njarðvíkur og Davíð Smári Lamude sem var látinn taka pokann sinn hjá Vestra í vikunni.
Athugasemdir