Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   fim 02. október 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Cannavaro fer á HM
Mynd: EPA
Ítalinn Fabio Cannavaro, sem var valinn besti leikmaður heims árið 2006, er að taka við landsliði Úsbekistan, en þetta kemur fram í ítölskum miðlum.

Cannavaro var einn besti varnarmaður í sögu fótboltans og vann meðal annars HM 2006 með ítalska landsliðinu og nokkra titla með Juventus, Parma og Real Madrid.

Eftir ferilinn fór hann í þjálfun og hefur sú vegferð tekið hann út um allan heim.

Hann þjálfaði lengi vel í Kína þar sem hann stýrði Guangzhou Evergrande og Tianjin Quanijn ásamt því að þjálfa kínverska landsliðið um stutta hríð.

Einnig hefur hann þjálfað Benevento, Udinese og nú síðast Dinamo Zagreb í Króatíu.

Samkvæmt ítölskum miðlum er Cannavaro kominn með nýtt starf en hann hefur samþykkt að taka við landsliði Úsbekistan.

Úsbekistan mun spila á HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar á mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner