
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Marcus Thuram, framherji Inter, verði ekki með franska landsliðinu í komandi leikjum vegna meiðsla.
Frakkar munu mæta Aserbaídsjan á Prinsavöllum á föstudaginn í næstu viku og svo leika gegn Íslandi á Laugardalsvelli mánudaginn þar á eftir, 13. október.
Frakkar munu mæta Aserbaídsjan á Prinsavöllum á föstudaginn í næstu viku og svo leika gegn Íslandi á Laugardalsvelli mánudaginn þar á eftir, 13. október.
Thuram var tekinn af velli í 3-0 sigri Inter gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í gær og sást yfirgefa leikvanginn haltrandi.
Samkvæmt fréttum verður hann frá næstu fjórar vikurnar eða svo.
Thuram er 28 ára og hefur leikið 31 landsleik fyrir Frakkland. Hann var í byrjunarliðinu þegar Frakkar unnu nauman sigur gegn Íslendingum í síðasta landsleikjaglugga.
Frakkar verða einnig án Ousmane Dembele, Desire Doue, Rayan Cherki og Randal Kolo Muani í leikjunum gegn Aserbaídsjan og Íslandi.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |
Athugasemdir