Oliver Glasner hefur gert glæsilega hluti sem stjóri Crystal Palace og hefur verið orðaður við Manchester United. Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports, ráðleggur hinsvegar United að leita annað ef Rúben Amorim verður rekinn.
29.09.2025 11:30
Veðbankar telja Amorim vera næstan til að fara - Glasner þykir líklegasti arftakinn
„Það yrði áhyggjuefni ef Glasner færi til Manchester United. Hann vill líkt og Amorim spila með þriggja miðvarða kerfi og það hefur sýnt sig að það leikkerfi passar ekki hjá United. Glasner hentar félaginu ekki," segir Merson.
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Sir Jim Ratcliffe ákveðinn í því sem stendur að gefa Amorim heilt tímabil til að sanna sig.
„Glasner hefur unnið ótrúlegt starf hjá Palace. Það liggur ekkert á hjá honum en ef United hringir er erfitt að segja nei. Þrátt fyrir erfitt gengi er þetta eitt stærsta félag heims og það er ekki hægt að horfa framhjá því. Ef þú hafnar tækifærinu þá kemur það kannski aldrei aftur."
Athugasemdir