Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
42 ára í skoska landsliðshópnum
Steve Clarke landsliðsþjálfari Skotlands og markvörðurinn Craig Gordon.
Steve Clarke landsliðsþjálfari Skotlands og markvörðurinn Craig Gordon.
Mynd: EPA
Craig Gordon hefur verið valinn að nýju í skoska landsliðið, fyrir leiki gegn Grikklandi og Belarús í undankeppni HM.

Þessi 42 ára markvörður hefur ekki spilað síðan snemma í maí og hefur ekki enn leikið fyrir félag sitt Hearts á þessu tímabili en hann hefur verið að glíma við meiðsli á hálsi.

Gordon á 81 landsleik fyrir Skotland og er í miklum metum hjá skoskum fótboltaáhugamönnum.

Hinir tveir markverðirnir í hópnum eru Angus Gunn, sem lék báða leikina í síðasta landsliðsglugga en hefur ekki spilað fyrir Nottingham Forest síðan hann gekk í raðir félagsins í sumar, og Liam Kelly hjá Rangers en hann hefur aðeins spilað einn leik á tímabilinu.

Skotland er með fjögur stig eftir markalaust jafntefli við Danmörk og 2-0 sigur gegn Belarús í síðasta glugga.
Athugasemdir
banner