City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Frábær sigur hjá Elíasi gegn Forest - Aston Villa vann
Elías Rafn í leiknum í kvöld
Elías Rafn í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Elías Rafn Ólafsson var í markinu þegar Midtjylland heimsótti Nottingham Forest í Evrópudeildinni í kvöld.

Ousmane Diao kom Midtjylland yfir á 18. mínútu. Tveimur mínútum síðar varði Elías Rafn vel í tvígang. Forest náði hins vegar að jafna þegar Dan Ndoye skoraði af stuttu færi.

Mads Bech Sörensen kom Midtjylland síðan aftur yfir. Mörkin komu öll á sex mínútna kafla.

Nottingham Forest var með yfirhöndina í seinni hálfleik en náði lítið að ógna Elíasi framan af. Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma kom Chris Wood boltanum í netið en Elliot Anderson var rangstæður í aðdragandanum.

Aftur náði Wood að skora en í þetta sinn var hann rangstæður. Forest hélt áfram að herja á mark Midtjylland. Morgan Gibbs-White fékk gott færi til að jafna metin en Elías Rafn varði vel frá honum.

Stuttu síðar komst Midtjylland upp í skyndisókn og Vlademar Byskov skoraði og innsiglaði stórkostlegan sigur danska liðsins. Stuðningsmenn Forest fengu þá nóg og margir yfirgáfu völlinn fyrir lokaflautið.

Enska liðið var ekki búið að segja sitt síðasta þvi Wood minnkaði muninn í lokin með marki úr vítaspyrnu, sendi Elías Rafn í rangt horn.

Emi Martinez átti að vera í byrjunarliði Aston Villa sem heimsótti Feyenoord en meiddist í upphitun. Feyenoord var mun betri aðilinn en Emi Buendia kom Aston Villa yfir þvert gegn gangi leiksins.

Það var síðan John McGinn sem innsiglaði sigur liðsins. Hann hefur skorað í þremur leikjum í röð.

Russell Martin, stjóri Rangers, er undir gríðarlegri pressu eftir tap gegn Strum Graz. Liðið er án stiga í Evrópudeildinni og í 8. sæti skosku deildarinnar.

Basel 2 - 0 Stuttgart
1-0 Albian Ajeti ('3 )
1-0 Ermedin Demirovic ('36 , Misnotað víti)
2-0 Moritz Broschinski ('84 )

Genk 0 - 1 Ferencvaros
0-1 Barnabas Varga ('44 )
0-1 Barnabas Varga ('49 , Misnotað víti)

Lyon 2 - 0 Salzburg
0-0 Pavel Sulc ('7 , Misnotað víti)
1-0 Martin Satriano ('11 )
2-0 Ruben Kluivert ('57 )

Porto 2 - 1 Crvena Zvezda
1-0 William Gomes ('8 , víti)
1-1 Vasilije Kostov ('32 )
2-1 Rodrigo Mora ('90 )

Maccabi Tel Aviv 1 - 3 Dinamo Zagreb
1-0 Sayed Abu Farkhi ('14 )
1-1 Mateo Lisica ('16 )
1-2 Dejan Ljubicic ('19 )
1-3 Dejan Ljubicic ('72 )

Nott. Forest 2 - 3 Midtjylland
0-1 Osman Diao ('18 )
1-1 Dan Ndoye ('22 )
1-2 Mads Bech Sorensen ('24 )
1-3 Valdemar Byskov Andreasen ('88 )
2-3 Morgan Gibbs-White ('90 , víti)

Sturm 2 - 1 Rangers
1-0 Tomi Horvat ('7 )
2-0 Otar Kiteishvili ('35 )
2-1 Djeidi Gassama ('49 )

Celta 3 - 1 PAOK
0-1 Georgios Giakoumakis ('37 )
1-1 Iago Aspas ('45 )
2-1 Borja Iglesias ('53 )
3-1 Williot Swedberg ('71 )

Feyenoord 0 - 2 Aston Villa
0-1 Emiliano Buendia ('61 )
0-2 John McGinn ('79 )
Athugasemdir
banner