Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 16:53
Kári Snorrason
Þegar kominn með fimm gul og segir ákvarðanir dómara vera óskiljanlegar
Kiernan Dewsbury-Hall.
Kiernan Dewsbury-Hall.
Mynd: EPA

Kiernan Dewsbury-Hall verður ekki með Everton næstkomandi sunnudag í leik gegn Crystal Palace vegna leikbanns. Leikmaðurinn hefur þegar fengið fimm gul spjöld í fyrstu sex leikjum tímabilsins. 


Leikmaðurinn tjáði sig um dómara ensku úrvalsdeildarinnar á X-síðu sinni fyrir skömmu og sagði sumar ákvarðanir þeirra vera furðulegar og alveg óskiljanlegar.

Spjöld Dewsbury-Hall hafa þó öll ekki verið fyrir fólskuleg brot. Í grannaslag gegn Liverpool fékk hann spjald fyrir að taka aukaspyrnu hratt, eitthvað sem liðsfélagi hans Jack Grealish sagði að hann hefði aldrei séð áður. 

Hann var jafnframt spjaldaður í síðasta leik fyrir tæklingu á Kyle Walker-Peters, en David Moyes sagði að ákvörðun dómarans Samuel Barrott um að sýna spjaldið hefði verið léleg og efaðist um gæði dómgæslunnar í ensku úrvalsdeildinni.

Með spjöldunum fimm í fyrstu sex leikjunum fetar Dewsbury-Hall þar í fótspor hjá sínum gamla liðsfélaga Nicolas Jackson, sem gerði slíkt hið sama fyrir tveimur árum er hann var nýkominn til Chelsea. 


Athugasemdir