Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það þyrfti þá bara að segja mér upp"
'Eins og ég best veit verður þjálfarateymið óbreytt'
'Eins og ég best veit verður þjálfarateymið óbreytt'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Held að það sé nokkuð ljóst að við þurfum að styrkja okkur í öllum línum nema kannski í markmannsstöðunni'
'Held að það sé nokkuð ljóst að við þurfum að styrkja okkur í öllum línum nema kannski í markmannsstöðunni'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Haraldur Freyr Guðmundsson býst við því að vera áfram þjálfari Keflavíkur á næsta tímabili. Hann er samningsbundinn áfram, en félagið getur sagt honum upp eins og venjulegum starfsmannasamningi.

Keflavík komst upp í Bestu deildina í gegnum umspilið í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Halla.

„Það er 100% að ég verði áfram, ég er með samning við Keflavík. Bói (Hólmar Örn Rúnarsson) er líka með samning, eins og ég best veit verður þjálfarateymið óbreytt, Ómar (Jóhannsson) verður líka, ekki nema við bætum hreinlega í teymið," segir Halli.

Keflavík er þá ekki með neitt ákvæði til að endurskoða hlutina, eða öfugt?

„Örugglega einhvers staðar djúpt inni í samningnum, en ég held að við séum allir að róa í sömu átt og geri ráð fyrir því. Það þyrfti þá bara að segja mér upp ef á ekki að vera áfram, eða ég segi upp, ég er með ráðningarsamning."

Fótbolti.net fjallaði um það í gær að sex leikmenn sem voru í stóru hlutverki á nýliðnu tímabili væru að verða samningslausir. Það eru þeir Frans Elvarsson (fyrirliði), Kári Sigfússon (markahæsti leikmaður liðsins), Marin Brigic, Ásgeir Páll Magnússon, Ari Steinn Guðmundsson og Marin Mudrazija.

Veistu til þess að einhver af þeim verði ekki áfram?

„Báðir Króatarnir sömdu held ég alveg örugglega með +1 árs ákvæði í þeirra samningi, að þeir yrðu áfram ef við færum upp og þeir eru því samningsbundnir held ég. Við munum svo væntanlega fara í að ræða við menn á næstu dögum."

Góðir í markmannsstöðunni en vilja styrkja aðrar línur
Er eitthvað sem kallar strax á þig að Keflavík þarf að styrkja?

„Við eigum eftir að fara betur yfir það, en ég held að það sé nokkuð ljóst að við þurfum að styrkja okkur í öllum línum nema kannski í markmannsstöðunni. Ég held að við þurfum að fá einn sterkan varnarmann, einn sterkan miðjumann og jafnvel einn góðan sóknarmann. Við þurfum líka að sjá hvort einhverjir verða ekki áfram, veit ekki alveg hvernig breytingarnar verða, en það er nokkuð ljóst að það verða einhverjar breytingar," segir Halli.
Athugasemdir
banner
banner
banner