City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
Zrinjski - Lincoln - 16:45
Omonia - Mainz - 16:45
Lech - Rapid - 16:45
Jagiellonia - Hamrun Spartans - 16:45
Dynamo K. - Crystal Palace - 16:45
KuPS - Drita FC - 16:45
Noah - Rijeka - 16:45
Vallecano - Shkendija - 16:45
Shelbourne - Hacken - 19:00
Aberdeen - Shakhtar D - 19:00
Legia - Samsunspor - 19:00
Fiorentina - Olomouc - 19:00
Rakow - Universitatea Craiova - 19:00
AEK Larnaca - AZ - 19:00
Celje - AEK - 19:00
Sparta Prag - Shamrock - 19:00
Lausanne - Breiðablik - 16:45
Slovan - Strasbourg - 19:00
Evrópudeildin
Celtic - Braga - 16:45
Panathinaikos - Go Ahead Eagles - 16:45
Ludogorets - Betis - 16:45
Bologna - Freiburg - 16:45
Fenerbahce - Nice - 16:45
SK Brann - Utrecht - 16:45
Steaua - Young Boys - 16:45
Plzen - Malmö - 16:45
Roma - Lille - 16:45
Basel - Stuttgart - 19:00
Genk - Ferencvaros - 19:00
Lyon - Salzburg - 19:00
Porto - Rauða stjarnan - 19:00
Maccabi Tel Aviv - Dinamo Zagreb - 19:00
Nott. Forest - Midtjylland - 19:00
Sturm - Rangers - 19:00
Celta - PAOK - 19:00
Feyenoord - Aston Villa - 19:00
Vináttuleikur
Slovakia U-18 1 - 0 North Macedonia U-18
Toppserien - Women
Rosenborg W - Roa W - 16:00
fim 02.okt 2025 13:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

UTAN VALLAR: Evróputekjur íslensku liðanna í ár

Karlalið Breiðabliks spilar fyrsta leikinn sinn í Sambandsdeildinni í kvöld gegn svissneska liðinu FC Lausanne-Sport. Þá er tilvalið að líta yfir farinn veg á Evróputekjur íslensku liðanna á þessu tímabili.

Breiðablik tekur þátt í Sambandsdeildinni í annað sinn.
Breiðablik tekur þátt í Sambandsdeildinni í annað sinn.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur var nálægt því að slá Bröndby úr leik.
Víkingur var nálægt því að slá Bröndby úr leik.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik á séns á því að komast inn í nýstofnaðan Evrópubikar kvenna.
Breiðablik á séns á því að komast inn í nýstofnaðan Evrópubikar kvenna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BIkarinn sem sigurvegari Sambandsdeildarinnar fær.
BIkarinn sem sigurvegari Sambandsdeildarinnar fær.
Mynd/EPA
KA var nálægt því að slá Silkeborg út en laut í lægra haldi eftir framlengdan leik.
KA var nálægt því að slá Silkeborg út en laut í lægra haldi eftir framlengdan leik.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Valur datt út í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar eftir tap gegn Kauno Zalgiris
Valur datt út í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar eftir tap gegn Kauno Zalgiris
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Greinin var einnig birt á utanvallar.is

Karlalið Breiðabliks
Karlalið Breiðabliks komst alla leið inn í Sambandsdeildina í ár og mun félagið fá 175 þúsund evrur fyrir hverja viðureign í undankeppninni en þeir fóru í samtals fjögur einvígi. Þeir fá því í heildina 700 þúsund evrur fyrir undankeppnina, rúmlega 100 milljónir króna.

Með því að komast inn í Sambandsdeildina fær félagið nokkrar greiðslur. Í fyrsta lagi er það þátttökugreiðslan sem er samtals 3.170.000 evrur. Sú greiðsla er greidd á tveimur mismunandi tímapunktum. Fyrri greiðslan var 3.050.000 evrur og var hún greidd 26. september. Þann dag var einnig greitt 75% úr virðisstoðinni (e. value pillar) sem byggir á sjónvarpsréttindum og styrkleikaröðun liða. Nákvæm fjárhæð verður ekki ljós fyrr en á 51. þingi UEFA sem verður haldið vorið 2027, en þá verður fjárhagsskýrsla UEFA fyrir tímabilið 2025/26 birt. Það má þó nefna að Breiðablik fékk 110 þúsund evrur fyrir þennan lið þegar liðið spilaði síðast í Sambandsdeildinni.

Þá mun félagið einnig fá greitt fyrir lokastöðu sína í töflunni. Ef félagið endar í neðsta sæti í deildarkeppninni fær það 28 þúsund evrur, tæpar 4 milljónir króna. Efsta sætið fær 1.008.000 evrur (36 x 28.000 evrur), rúmlega 144 milljónir króna.

Hingað til hefur þó félagið fengið greitt til sín frá UEFA 3.750.000 evrur eða rúmlega 533 milljónir króna.

Kvennalið Breiðabliks
Kvennalið Breiðabliks hóf Evrópuþátttöku sína í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Félagið tók þátt í fjögurra liða riðli sem fór fram á heimavelli FC Twente, en sem gestalið fær Breiðablik 80 þúsund evrur. Þar endaði Breiðablik í öðru sæti, en fyrir það fær liðið 12 þúsund evrur. Breiðablik fékk því samtals 92 þúsund evrur fyrir þátttöku sína í annarri umferð, en það var greitt af UEFA þann 12. september.

Hingað til hefur kvennalið Breiðabliks því fengið greitt til sín frá UEFA 92 þúsund evrur eða 13.211.200 miðað við evrugengið 12. september.

Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti dettur það niður í undankeppni nýstofnuðu Evrópubikarskeppninnar. Þar mun Breiðablik byrja í 2. umferð undankeppninnar og fær fyrir vikið 65 þúsund evrur, sama hvort liðið sigrar eða tapar í einvíginu gegn serbneska ZFK Spartak Subotica. Sú fjárhæð verður greidd 31. október.

Karlalið KA
KA hóf Evrópuþátttöku sína í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar gegn danska liðinu Silkeborg, en félagið sat hjá í 1. umferð. Félagið datt þó úr leik gegn Silkeborg.
KA fékk 350 þúsund evrur í útsláttarbónus fyrir það að detta úr leik í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þá fékk liðið einnig 175 þúsund evrur fyrir hverja viðureign sem það fór í. Þar sem KA fór einungis í eina viðureign fær það því  175 þúsund evrur. 

Í heildina fékk KA því 525 þúsund evrur sem var greitt þann 18. ágúst til þeirra og miðað við gengið þann dag ættu þeir að hafa fengið 75.075.000 krónur

Karlalið Vals
Valur hóf Evrópuþátttöku sína í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar gegn eistneska liðinu FC Flora. Næst tók við viðureign gegn litháenska liðinu Kauno Zalgiris í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar en Valur tapaði þeirri viðureign.
Valur fékk 350 þúsund evrur í útsláttarbónus fyrir það að detta úr leik í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þá fékk liðið einnig 175 þúsund evrur fyrir hverja viðureign sem það fór í, samtals 350 þúsund evrur. 

Í heildina fékk karlalið Vals því 700 þúsund evrur eða tæplega 100 milljónir króna.

Kvennalið Vals
Kvennalið Vals hóf Evrópuþátttöku sína í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Félagið tók þátt í fjögurra liða riðli sem fór fram á heimavelli Inter Milan, en sem gestalið fær Valur 80 þúsund evrur. Þar endaði Valur í fjórða sæti, en fyrir það fær liðið 4 þúsund evrur. 

Í heildina fékk kvennalið Vals 84 þúsund evrur sem var greitt til félagsins þann 12. september og fékk félagið því 12.062.400 krónur miðað við gengið þann dag.

Karlalið Víkings
Víkingur hóf Evrópuþátttöku sína í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar gegn kósóvska liðinu Malisheva. Næst tók við viðureign gegn albanska liðinu Vllaznia í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Það var svo í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar sem Víkingur mætti danska liðinu Bröndby og laut í lægra haldi.

Víkingur fékk 550 þúsund evrur í útsláttarbónus fyrir það að detta úr leik í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þá fékk liðið einnig 175 þúsund evrur fyrir hverja viðureign sem það fór í, samtals 525 þúsund evrur. 

Í heildina fékk Víkingur því 1.075.000 evrur eða tæplega 153,5 milljónir króna.


Athugasemdir