
Orri Steinn Óskarsson landsliðsfyrirliði var ekki með í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM og hann hefur nú tapað kapphlaupinu um að vera í hópnum í komandi heimaleikjum gegn Úkraínu og Frakklandi.
Orri hefur ekki spilað fyrir Real Sociedad vegna meiðsla síðan í lok ágúst en liðið er í fallsæti í La Liga á Spáni.
Orri hefur ekki spilað fyrir Real Sociedad vegna meiðsla síðan í lok ágúst en liðið er í fallsæti í La Liga á Spáni.
„Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum. Hann er að missa af sex landsleikjum í röð. Þetta er mjög leiðinlegt," sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi
„Það skynsamlegasta er að taka þennan glugga frá og ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Það er líka mikil pressa á hann í sínu félagsliði þar sem hefur verið að ganga illa."
„Það er langskynsamlegast að hann sé ekki með í þessum glugga þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann."
Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn í næstu viku og svo Frakklandi á mánudeginum þar á eftir. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir