City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Elías mætir Forest - Logi byrjar en Albert á bekknum
Mynd: EPA
Elías Rafn Ólafsson er á sínum stað í markinu hjá Midtjylland sem heimsækir Nottingham Forest í Evrópudeildinni í kvöld.

Murillo snýr aftur í lið Forest eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Igor Jesus er fremstur en hann skoraði tvennu gegn Real Betis í fyrstu umferð.

Pau Torres, Ian Maatsen, Boubacar Kamara og Emi Buendia koma inn í lið Aston Villa sem mætir Feyenoord.

Logi Tómasson er í byrjunarliði Samsunspor sem heimsækir Legia í Sambandsdeildinni. Albert Guðmundsson er á bekknum hjá Fiorentina sem fær Sigma Olomouc frá Tékklandi í heimsókn.

Aston Villa gegn Feyenoord: Martinez, Cash, Konsa, Pau, Maatsen, Kamara, McGinn, Guessand, Buendia, Rogers, Watkins.
Varamenn: Bizot, Proctor, Lindelof, Digne, Bogarde, Burrowes, Broggio, Jimoh, Elliott, Malen.
Athugasemdir
banner