Nicolas Jackson, framherji Bayern, var í skýjunum eftir að hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í öruggum 5-1 sigri gegn Pafos frá Kýpur í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í gær.
„Þetta var ekki auðvelt en við spiluðum vel. Ég er mjög ánægður með að skora mitt fyrsta mark fyrir félagið. Ég er enn að koma mér í form því ég hef ekkert spilað og æfði einn í tvo mánuði," sagði Jackson en hann er á láni frá Chelsea.
„Þetta var ekki auðvelt en við spiluðum vel. Ég er mjög ánægður með að skora mitt fyrsta mark fyrir félagið. Ég er enn að koma mér í form því ég hef ekkert spilað og æfði einn í tvo mánuði," sagði Jackson en hann er á láni frá Chelsea.
Hann þarf að spila 40 leiki fyrir Bayern svo að skiptin verði gerð varanleg en það er ansi ólíklegt að hann nái því.
„Ég er mjög ánægður hérna, allir hafa tekið mjög vel á móti mér, mér líður eins og heima hjá mér. Við sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Jackson.
Athugasemdir