Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Osimhen: Galatasaray er besta lið í heimi
Mynd: EPA
Victor Osimhen var hetja Galatasaray þegar liðið vann Liverpool í 2. umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Þetta var fyrsta mark hans fyrir liðið í Meistaradeildinni og þá varð hann fyrsti Nígeríumaðurinn til að skora tíu mörk í Meistaradeildinni. Þetta var fyrsti leikurinn hans í byrjunarliðinu eftir meiðsli.

„Hamingjuóskir til liðsins. Þetta var mjög erfiður andstæðingur, enginn hafði trú á okkur nema stuðningsmennirnir. Ég var í þrjár vikur í burtu frá stuðningsmönnunum," sagði Osimhen.

„Fyrir mér er þetta besta lið í heimi. Ástæðan fyrir því að ég kom hingað er vegna stuðningsmannana. Ég er stoltur af því að þeir styðja mig svo mikið. Ég elska Galatasaray og stuðningsmennina svo mikið."
Athugasemdir
banner
banner