
„Ég er vonsvikin með tapið og vonsvikin með að við komust aftur inn í leikinn tvisvar sinnum og gefum þriðja markið eins og við gerðum. Í heild sinni fannst mér frammistaðan vera góð,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik eftir 3-2 tap gegn Þrótt í 2. umferð efri hluta Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 2 Breiðablik
„Við stóðum okkur vel að færa boltanum á milli og áttum góð færi. Samantha sparkaði boltanum í stöngina og Sóley hreinsaði boltanum af línunni. Þau vörðust mjög vel og það var munurinn í dag,''
Nik skrifaði undir sem þjálfari Kristianstad á dögunum og fer þangað eftir tímabilið. Hann vildi þó ekki ræða um nýja félagið eftir leikinn.
„Aðal fókusinn er Breiðablik og það er eina sem ég er að hugsa um núna og til lok tímabilsins. Allir vita að ég er að fara,''
Nik var spurður út í næstu leiki framundan í tímabilinu.
„Það eru spennandi leikir eftir. Við spilum á móti Víking sem verður annar erfiður leikur og svo eru við með Evrópukeppnina. Við erum með fullt af leikjum framundan,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.