Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 01. júlí 2024 10:55
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 10. umferðar - Fór illa með toppliðið
Lengjudeildin
Elmar Kári Enesson Cogic er leikmaður umferðarinnar.
Elmar Kári Enesson Cogic er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Raggi Óla
Máni Austmann Hilmarsson skoraði þrennu.
Máni Austmann Hilmarsson skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shkelzen Veseli var maður leiksins á Dalvík.
Shkelzen Veseli var maður leiksins á Dalvík.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
10. umferð Lengjudeildarinnar var spiluð í gær. Fjölnir tyllti sér á toppinn með 5-2 sigri gegn Gróttu og hélt svo toppsætinu þar sem Afturelding vann Njarðvík með sömu markatölu.

Máni Austmann Hilmarsson skoraði þrennu fyrir Fjölni á átta mínútum og Axel Freyr Harðarson bjó til ýmis vandræði fyrir Gróttuliðið sem hefur tapað fjórum leikjum í röð.

Hrannar Snær Magnússon var frábær á vinstri vængnum hjá Aftureldingu, skoraði og lagði upp í leiknum. Magnús Már Einarsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan stórsigur.

Leikmaður umferðarinnar
Elmar Kári Cogic - Afturelding
Skoraði tvö gegn liðinu sem var á toppnum fyrir umferðina og það var alltaf eitthvað um að vera þegar hann komst á boltann. Var virkilega öflugur en þegar hann er á deginum sínum þá eiga varnarmenn andstæðingana ekki von á góðu.



ÍBV er í þriðja sæti eftir að hafa rúllað yfir Keflavík 5-0. Arnar Breki Gunnarsson var hlaupandi allan tímann og skilaði marki og stoðsendingu. Sigurður Arnar Magnússon steig vart feilspor í vörninni.

ÍR og Þór gerðu 1-1 jafntefli þar sem Arnór Gauti Úlfarsson úr ÍR var maður leiksins. Þróttarar eiga tvo í liði umferðarinnar eftir 1-0 sigur gegn Grindavík. Það eru markvörðurinn Þórhallur Ísak Guðmundsson og varnarmaðurinn Njörður Þórhallsson.

Þá vann Leiknir 1-0 útisigur gegn Dalvík/Reyni en þetta var þriðji sigurleikur Breiðhyltinga í röð. Shkelzen Veseli lék listir sínar í leiknum og krækti í vítaspyrnuna sem réði úrslitum. Róbert Quental Árnason er einnig í liði umferðarinnar.

Fyrri úrvalslið:
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner