Sami Mokbel, virtur fótboltafréttamaður á Daily Mail segir að Aston Villa hafi boðið tíu milljónir punda í Leander Dendoncker miðjumann Wolves.
Það gæti opnað dyrnar fyrir Douglas Luiz að fara frá Aston Villa en hann hefur sterklega verið orðaður við Arsenal.
Það gæti opnað dyrnar fyrir Douglas Luiz að fara frá Aston Villa en hann hefur sterklega verið orðaður við Arsenal.
Sjá einnig:
Arsenal undirbýr tilboð í Douglas Luiz
Arsenal er sagt undirbúa 20 milljónir punda í miðjumanninn Luiz. Arsenal leitar að manni inn á miðsvæðið vegna meiðsla Mo Elneny og fjarveru Thomas Partey.
Dendoncker er 27 ára belgískur landsliðsmaður og hefur verið hjá Wolves síðan 2019. Luiz er 24 og kom til Aston Villa frá Manchester City árið 2019.
Athugasemdir