Aston Villa hefur nælt í Harvey Elliott á láni frá Liverpool. Villa mun festa kaup á honum fyrir 35 milljónir punda eftir tímabilið.
Liverpool getur keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð og þá fær Liverpool einnig ákveðna upphæð ef Aston Villa selur hann annað síðar.
Liverpool getur keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð og þá fær Liverpool einnig ákveðna upphæð ef Aston Villa selur hann annað síðar.
Elliott er 22 ára en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Liverpool. RB Leipzig sýndi honum einnig áhuga.
Hann gekk til liðs við Liverpool frá Fulham árið 2019. Hann hefur leikið 149 leiki og skorað 15 mörk fyrir Liverpool.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir