Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. október 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Rúmenski hópurinn fyrir stórleikinn gegn Íslandi
Icelandair
Ianis Hagi miðjumaður Rangers er í hónum.
Ianis Hagi miðjumaður Rangers er í hónum.
Mynd: Getty Images
Mirel Radoi, landsliðsþjálfari Rúmena, hefur valið leikmannahópinn sem mætir Íslandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn í næstu viku.

Sigurvegarinn í þessari viðureign mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik um að komast á EM næsta sumar.

Fátt kom á óvart í hópnum hjá Rúmeníu en hann var svipaður og í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Rúmenar unnu þá Austurríki 3-2 á útivelli og gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Írland.

Florin Andone, framherji Brighton, er fjarverandi en hann sleit krossband í sumar.

Markverðir Ciprian Tătărușanu (AC Milan 69/0), Florin Niță (Sparta Prag, 2/0), David Lazar (Astra, 0/0)

Varnarmenn: Sergiu Hanca (KS Cracovia 5/0), Andrei Burcă (CFR Cluj, 1/0), Vlad Chiricheș (Sassuolo 59/0), Dragoș Grigore (Ludogorets 38/1), Alin Toșca (Gaziantep F.K, 19/0), Ionuț Nedelcearu (FC Ufa/Rusia, 11/0), Nicușor Bancu (Universitatea Craiova, 15/0), Mario Camora (CFR Cluj, 0/0)

Miðjumenn: Alexandru Crețu (NK Maribor, 2/0), Alexandru Maxim (Gaziantep F.K., 39/5), Răzvan Marin (Cagliari, 21/1), Nicolae Stanciu (Slavia Prag, 39/10), Alexandru Cicâldău (Universitatea Craiova, 7/0), Gabriel Iancu (FC Viitorul Constanța, 1/0), Ciprian Deac (CFR Cluj, 24/4), Alexandru Mitriță (New York City FC, 11/2), Ianis Hagi (Rangers, 11/0)

Framherjar: Claudiu Keșeru (Ludogorets 37/13), Denis Alibec (Astra, 12/2), George Pușcaș (Reading, 16/7)

Athugasemdir
banner
banner