Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 30. október 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Scholes ekki viss um Amorim: Tuchel hefði verið fullkominn
Scholes er fyrrum leikmaður og var í þjálfarateymi Manchester United.
Scholes er fyrrum leikmaður og var í þjálfarateymi Manchester United.
Mynd: Getty Images
Búist er við því að hinn portúgalski Rúben Amorim stjóri Sporting í Lissabon taki við Manchester United af Erik ten Hag sem var rekinn á mánudaginn.

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Thomas Tuchel hafi verið sinn fyrsti kostur.

„Ég tel að Thomas Tuchel sé rétti maðurinn til að stýra Manchester United. Augljóslega er það ekki að fara að gerast núna eftir að hann tók við enska landsliðinu. En hann þekkir elítufótbolta og kann að vinna risaleiki," segir Scholes.

Stuðningsmenn Manchester United eru spenntir fyrir væntanlegri komu Amorim en Scholes er sjálfur með varnagla.

„Þetta minnir mig bara á spennuna þegar Erik ten Hag var ráðinn. Ég veit að United vonast til að fá Amorim sem fyrst en Sporting á leiki gegn Manchester City og Arsenal á næstu vikum. Það er kannski tækifæri að sjá hvernig hann höndlar fjölmiðla og hvernig liðið hans spilar."

„Á Englandi horfum við ekki mikið á portúgalskan fótbolta, ekki nema í gegnum Evrópukeppnirnar. Við heyrum að hann vilji spila spennandi fótbolta með þriggja miðvarða kerfi, eitthvað sem United gerir ekki. Þetta hljómar alveg spennandi."

Amorim sagði á fréttamannafundi eftir leik Sporting í gær að það væri ekkert ráðið í þessu. Það væri í hans eigin höndum að taka ákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner