Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   fim 01. desember 2022 18:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alves verður elsti fyrirliði í sögu Brasilíu

Hinn 39 ára gamli Dani Alves mun líklega vera í byrjunarliðinu þegar liðið mætir Kamerún í lokaumferðinni í riðlakeppninni á morgun.


Hann verður væntanlega með fyrirliðabandið og mun þá ná þeim merka áfanga að verða elsti fyrirliði í sögu brasilíska liðsins á HM.

„Við erum með 26 leikmenn og ég hef ekki tíma til að hugsa um stóru myndina. Við munum gera nokkrar breytingar en það verða lykilmenn í liðinu líka. Við höfum notað 19 leikmenn hingað til. Við köllum þá ekki byrjunarliðsmenn og varamenn, þetta eru allt leikmenn," sagði Tite.

Brasilía er komið áfram en Kamerún þarf að vinna til að eiga möguleika.


Athugasemdir
banner
banner
banner