Gríska liðið Panathiniakos mistókst að komast upp í annað sæti úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Atromitos.
Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leiki í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos en Hörður Björgvin var ekki með vegna meiðsla.
Panathinaikos tók forystuna eftir fimmtán mínútur en undir lok leiksins fékk liðið jöfnunarmark á sig og þar við sat. Liðið hafði unnið þrjá deildarleiki í röð fram að leiknum í kvöld og situr liðið í 4. sæti með 23 stig.
Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Gent gerði 2-2 jafntefli við Westerlo í belgísku úrvalsdeildinni. Gent er í 6. sæti með 23 stig.
Athugasemdir