Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   fös 02. janúar 2026 18:30
Kári Snorrason
Þyngdar sinnar virði í gulli - „Snerist um eitthvað annað og meira“
Arnór Ingvi skrifaði undir þriggja ára samning við KR.
Arnór Ingvi skrifaði undir þriggja ára samning við KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir hann snýst þetta ekki bara um að fara spila fótbolta. Þetta snerist um eitthvað meira og annað - hluti af því snýst um að byggja KR upp til að koma félaginu í fremstu röð.“
„Fyrir hann snýst þetta ekki bara um að fara spila fótbolta. Þetta snerist um eitthvað meira og annað - hluti af því snýst um að byggja KR upp til að koma félaginu í fremstu röð.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum að skipuleggja undirbúningstímabilið með þannig hætti að við séum ekki með hálft liðið utan vallar eða upp í stúku meirihluta tímabils.“
„Við þurfum að skipuleggja undirbúningstímabilið með þannig hætti að við séum ekki með hálft liðið utan vallar eða upp í stúku meirihluta tímabils.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR bjargaði sér frá falli á síðasta tímabili með sigri á Vestra í lokaumferðinni.
KR bjargaði sér frá falli á síðasta tímabili með sigri á Vestra í lokaumferðinni.
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Alexander Rafn Pálmason fer til Nordsjælland snemma sumars.
Alexander Rafn Pálmason fer til Nordsjælland snemma sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Gunnar Örn Þórhallsson.
Markvörðurinn efnilegi Gunnar Örn Þórhallsson.
Mynd: KR
Arnór Ingvi Traustason var fyrir tveimur vikum tilkynntur sem nýr leikmaður KR. Arnór, sem er 32 ára gamall, kemur til liðsins frá sænska félaginu Norrköping. Hann á að baki 67 landsleiki og skorað í þeim sex mörk.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR segir Arnór koma með mun meira að borðinu en knattspyrnulega hæfileika og telur jafnframt ekki eiga von á miklum styrkingum í viðbót fyrir næsta tímabil.

Óskar segir þá stærsta verkefni KR vera að hlúa að heilsu leikmanna og fyrirbyggja meiðsli, sem settu mark sitt á síðasta tímabil.

Fótbolti.net ræddi við Óskar um Arnór, væntanlegar hreyfingar á félagaskiptamarkaðnum og ungan markvörð sem félagið sótti rétt fyrir jól.

Samhljómur í Óskari og Arnóri
„Ég held að áhrif Arnórs Ingva muni gæta bæði innan- og utan vallar. Það er auðvitað alveg ljóst að hann er frábær fótboltamaður, sem kemur með gæði, reynslu og karakter inn á völlinn. Og svo setur hann tóninn á æfingasvæðinu, þar kemur þá kannski að þessu sem er utan vallar. Hann er mjög áhugasamur og mjög til í að hjálpa við að búa til góðan kúltúr í KR. Það á ekki bara við um í meistaraflokki heldur líka í gegnum allt félagið. Þannig leikmenn eru þyngdar sinnar virði í gulli.“

Arnór Ingvi sagði í viðtali við Fótbolta.net að hann væri sannfærður um að KR væri rétta skrefið eftir að hafa rætt við Óskar.

„Ég var ekki með neina stórkostlega söluræðu. Hann hafði einhverja hugmynd hvað við erum að gera. Svo þegar við byrjuðum að ræða saman fann maður sterkan samhljóm í því hvernig við sjáum hlutina. Ég held að þetta hafi aðallega snúist um það að hann hafi fundið þarna eitthvað verkefni sem er á sömu línu og hann er.

Fyrir hann snýst þetta ekki bara um að fara spila fótbolta. Þetta snerist um eitthvað annað og meira - hluti af því snýst um að byggja KR upp til að koma félaginu í fremstu röð, ekki bara í meistaraflokki karla. Það er kvennastarfið, yngri flokka starfið, umgjörðin, aðbúnaðurinn, aðstaðan og allt heila dæmið. Ég held að það hafi verið samhljómur, hversu góður sölumaður ég er veit ég ekki. Það var samhljómur í því hvernig hann vildi gera hlutina og við vildum gera hlutina.“


Ánægður með hópinn og fáir á útleið
„Með tilkomu Arnórs Ingva held ég að við séum búnir að fylla í gatið á miðjunni. Akkúrat núna eru engir leikmenn á leiðinni. Mögulega einhverjir yngri leikmenn en annars er hópurinn ágætlega mótaður. Við teljum okkur vera vel stadda varðandi markverði, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn.

Stærsta verkefnið okkar er að halda mönnum heilum. Við viljum ekki lenda í sömu meiðslum og á síðasta tímabili. Ég held að það sé stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir í dag. Við þurfum að skipuleggja undirbúningstímabilið með þannig hætti að við séum ekki með hálft liðið utan vallar eða upp í stúku meirihluta tímabils.“


Þeir Jason Daði Svanþórsson og Guðmundur Þórarinsson hafa báðir verið orðaðir við KR. Óskar vildi þá ekki tjá sig um leikmenn annara félaga. En eins og áður segir er Óskar ánægður með með hópinn í dag.

Óskar segir þá enga leikmenn á útleið, eins og staðan er í dag, fyrir utan hinn efnilega Alexander Rafn Pálmason sem heldur út til Danmerkur snemma tímabils.

„Ekki eins og staðan er í dag. Við erum með þennan hóp og við erum sáttir við hann. Auðvitað geta fullt af hlutum gerst. En það er ekkert fast í hendi, nema það að Alexander Rafn fer til Nordsjælland í lok júní.“

Óvæntur liðsstyrkur frá Bandaríkjunum
KR sótti ungan markvörð að nafni Gunnar Örn Þórhallsson frá Bandaríkjunum rétt fyrir jól. Gunnar er 17 ára gamall og hefur búið í Bandaríkjunum alla sína ævi.

Hann hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum þar sem hann var bæði valinn í úrvalslið menntaskóla um gjörvöll Bandaríkin sem og menntaskólaleikmaður ársins í Michigan-fylki.

„Hann klárar framhaldsskóla úti núna í Bandaríkjunum næsta sumar. Eldri bræður hans hafa farið hingað heim í háskóla, haldið í ræturnar. Þegar það lá fyrir að hann ætlaði sömu leið þá var hann leikmaður sem við viljum fá. Þetta er gríðarlegt efni sem við hlökkum mikið til að fá. Hann er bara átján ára og hefur nægan tíma.“

„Við sjáum hlutverk Gunnars fyrst um sinn að vera koma inn í æfingahóp hjá meistaraflokki og vera svo annað hvort að spila með 2. flokki eða KV. Svo þurfum við að sjá hversu hratt hann lendir og hvar hann verður eftir næsta tímabil. Hann er maður sem við höfum mikla trú á.“
Athugasemdir
banner
banner