Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   þri 23. desember 2025 14:00
Kári Snorrason
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Arnór á 67 landsleiki að baki.
Arnór á 67 landsleiki að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar að ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
„Þegar að ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að fá að vera í KR er auðvitað geggjað og að fá pressuna sem fylgir að bera KR treyjuna eru forréttindi.“
„Að fá að vera í KR er auðvitað geggjað og að fá pressuna sem fylgir að bera KR treyjuna eru forréttindi.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„KR er stórt og mikið félag sem mér hefur langað til að spila fyrir og nú er ég orðinn KR-ingur.“
„KR er stórt og mikið félag sem mér hefur langað til að spila fyrir og nú er ég orðinn KR-ingur.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason var á sunnudag tilkynntur sem nýr leikmaður KR. Arnór, sem er 32 ára gamall uppalinn Njarðvíkingur, hefur leikið með Norrköping frá 2022.

Norrköping féll úr sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og viðurkenndi Arnór eftir það að hann væri að hugsa sér til hreyfings. Arnór er miðjumaður sem á að baki 67 landsleiki fyrir Ísland. Í þeim hefur hann skorað sex mörk.

Fótbolti.net ræddi við Arnór Ingva um heimkomuna og hvers vegna hann ákvað að fara í KR. Viðtalið er í mynd og má sjá hér í spilaranum að ofan.

„Þetta kom þannig upp að Óskar heyrði í mér hljóðið og tók stöðuna á mér. Við áttum gott spjall og svo byrjaði boltinn að rúlla.

Ég var með áframhaldandi samning úti hjá Norrköping. En til að gera langa sögu stutta þá hafði ég ákveðið að leita á önnur mið sama hver niðurstaða tímabilsins hefði verið.

Það var alltaf í plönunum að færa mig um set, síðan kom þetta upp með KR og ég var virkilega spenntur fyrir því.“


Varstu búinn að huga að heimkomu lengi?
„Nei, alls ekki. Ekki neitt. Svo töluðum við saman stórfjölskyldan og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri frábært tækifæri fyrir mig að koma heim og fá að spila fyrir KR.“

Voru lið erlendis sem sýndu þér áhuga?
„Já, það voru einhverjar þreifingar, en þetta gerðist svo snemma í glugganum. Þetta eru bara þreifingar snemma í desember, aldrei neitt konkret. Þegar ég talaði við Óskar þá lá þetta fyrir.“

„Hann seldi mér þetta mjög vel, við töluðum oft og lengi saman. Við fórum yfir þetta allt saman í rólegheitunum: Hvernig hann sæi þetta fyrir sér, sem að ég var gífurlega spenntur fyrir.“

Hvað um önnur lið hérlendis?
„Jú, það voru einhver önnur lið sem höfðu samband. Ég var langspenntastur fyrir að fara í KR og fá að vinna með KR. KR er KR, stórt og mikið félag, það stærsta á Íslandi. Að fá að vera í KR er auðvitað geggjað, og að fá pressuna sem fylgir að bera KR treyjuna eru forréttindi.“

Fjölskyldutengingar í KR
Tengdafaðir Arnórs er Jónas Kristinsson, fyrrum framkvæmdarstjóri KR og bróðir Rúnars Kristinssonar. Arnór var spurður út í hvort að það hefði haft mikil áhrif á valið.

„Nei, ekki þannig. En ég er vel tengdur inn í félagið og hef fengið að vera það í nokkur ár. Ég hef verið mikið í KR undanfarin ár, horft á leiki og svoleiðis. En þau settu enga aukna pressu á mig eða svoleiðis. KR er stórt og mikið félag sem mér hefur langað til að spila fyrir og nú er ég orðinn KR-ingur.“

Vonbrigðartímabilið fælir ekki frá
KR endaði tímabilið í 10. sæti í Bestu deildinni á liðnu tímabili. Liðið tryggði sér áframhaldandi tilverurétt í deildinni með sigri á Vestra í lokaumferðinni.

„Ég hef verið hluti af svona uppbyggingu áður: 2014 með Norrköping, þá vorum við einmitt nálægt því að falla líka. Þessa reynslu tekur maður með sér inn í næsta tímabil. Það voru kannski ekki margir leikmenn með reynslu í efstu deild sem hafa hana núna. Það mun nýtast okkur á komandi tímabili. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“


Athugasemdir
banner