Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. febrúar 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho náði merkum áfanga - Minntist Kobe Bryant
Jadon Sancho er efnilegur fótboltamaður.
Jadon Sancho er efnilegur fótboltamaður.
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Jadon Sancho hefur slegið í gegn með Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Í gær varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu þýsku Bundesligunnar til þess að skora 25 mörk eða meira fyrir 20. afmælisdaginn. Sancho verður tvítugur þann 25. mars næstkomandi.

Sancho kom Dortmund á bragðið í 5-0 sigri gegn Union Berlín.

Sancho fagnaði marki sínu með því að minnast körfuboltakappans Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í Los Angeles fyrir viku síðan. Átta aðrir létust í slysinu, þar á meðal 13 ára gömul dóttir Bryant.

Sancho yfirgaf Manchester City árið 2017 í leit að meiri spiltíma. Hann hefur fengið hann hjá Dortmund, en góðar líkur eru á því að hann snúi aftur til Englands næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner