Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 02. febrúar 2023 17:13
Elvar Geir Magnússon
Greenwood enn á lista á heimasíðu Man Utd
Mynd: EPA
Mason Greenwood er enn á leikmannalista Manchester United en í dag var opinberað að allar ákærur á hans hendur hefðu verið felldar niður.

Greenwood hafði verið ákærður fyrir fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á fyrrum kærustu sína.

Greenwood er 21 árs og ekki vitað hvort hann hyggist hefja fótboltaferil sinn að nýju en hann var sendur í leyfi frá United þegar málið kom upp.

Greenwood var samt sem áður skráður á U21 leikmannalista United fyrir yfirstandandi tímabili og leikmannaprófíll hans á heimasíðunni er virkur.

United hefur enn ekki tjáð sig um það hvort leyfi Greenwood verði aflétt og hann snúi aftur til félagsins. Félagið hefur þó sent frá sér yfirlýsingu þar sem það segir að málið sé í ferli og ekki verði tjáð sig frekar fyrr en niðurstaða fáist í það.
Athugasemdir
banner
banner
banner