Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Ekki sérlega góð úrslit fyrir Werder Bremen
Mynd: Getty Images
Werder Bremen 0 - 0 Heidenheim
Rautt spjald: Niklas Moisander, Werder Bremen ('87)

Werder Bremen og Heidenheim gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór fram á heimavelli Werder Bremen.

Werder Bremen hafnaði í 16. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og Heidenheim í þriðja sæti B-deildarinnar.

Werder var mikið meira með boltann en náðu ekki að nýta sér það til að búa til mörk. Undir lok leiksins fékk Niklas Moisander, varnarmaður Werder, að líta rauða spjaldið og verður hann ekki með í síðari leiknum.

Síðari leikurinn fer fram á mánudaginn. Werder Bremen er það félag sem hefur spilað flesta leiki i þýsku Bundesligunni frá upphafi en félagið hefur spilað öll tímabil þar fyrir utan tímabilið 1980/1981.
Athugasemdir
banner
banner