ÍBV 0 - 0 Breiðablik
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 0 Breiðablik
ÍBV tók á móti toppliði Breiðabliks í eina leik dagsins í Bestu deild karla.
Úr varð fjörug viðureign þar sem bæði lið sýndu góð gæði á köflum en markvarslan trompaði færanýtinguna.
Heimamenn í Vestmannaeyjum fengu góð færi til að skora en Anton Ari Einarsson varði meistaralega. Á hinum endanum gerði Guðjón Orri Sigurjónsson frábærlega að verja frá Blikum og urðu lokatölur 0-0 þrátt fyrir mikinn sóknarþunga Blika á lokamínútunum og ótrúlega skyndisókn Eyjamanna á lokasekúndunum.
Þetta er fyrsta jafntefli Blika á tímabilinu og eru þeir með 31 stig eftir 12 umferðir - með 9 stiga forystu á Víking sem á leik til góða.
Eyjamenn eru enn sigurlausir og var þetta þeirra fimmta stig, eftir fimm jafntefli, í ellefu umferðum.
Athugasemdir