„Ég er mjög ánægður með liðið og leikmennina," sagði Stefán Gíslason þjálfari Hauka, eftir 2-0 sigur á Þór á Gaman Ferða vellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Haukar 2 - 0 Þór
„Þetta var erfiður leikur. Þórsarar eru mjög sterkir en við héldum plani allan leikinn. Við áttum færi í fyrri hálfleik til að setja mark, tókst ekki. Höldum plani og fáum flott mark og það sem ég er kannski mest ánægður með er að eftir markið þá höldum við áfram að gera það sem við erum sammála um að gera. Oft þá hefur leikurinn breyst þegar við skorum mörk eða fáum á okkur mörk svona fyrr á tímabilinu en við héldum áfram og svo fáum við annað færi og klárum leikinn á því. Bara virkilega ánægður með strákana."
„Við erum búnir að taka slatta af stigum núna og erum náttúrulega mjög ánægðir með það. Héldum núlli í dag og erum bara á ágætis rönni. Nú er bara að halda fókus og halda áfram að gera vinnuna sem hefur verið að skila okkur þessu. Þá getum við haldið áfram að plokka stig."
Athugasemdir