Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 14. september 2025 19:11
Kári Snorrason
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tapaði 0-7 gegn Víkingi á Meistaravöllum fyrr í dag. Liðið hefur aldrei mátt þola jafn stórt tap á heimavelli í deildarkeppni. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, mætti í viðtal eftir leik.

„Það er vont að tapa 7-0, vont að tapa 7-0 á heimavelli, vont að tapa 7-0 sem þjálfari KR. Það er ekki hægt að fara í grafgötur með það að þetta er ömurleg tilfinning. Það sem stendur upp úr er að ég þurfi að skoða hvernig ég lagði upp þennan leik. Menn virtust, sérstaklega varnarlega, vera óöruggir.“

Ertu farinn að endurhugsa leikstíl liðsins?

„Ég er ekki farinn að endurhugsa leikstílinn eins og hann leggur sig. Auðvitað er það þannig að egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins. Ef það hentar liðinu betur að verjast öðruvísi. Við þurfum að skoða allt.“

Ertu orðinn áhyggjufullur fyrir að KR falli?

„Þær (áhyggjur) eru ekkert að aukast. Ég ætla ekki að hugsa um það. Ég er meðvitaður um stöðuna. Við erum í bullandi fallbaráttu og ég ber virðingu fyrir því. Það er ekki eins og ég ætli að stinga höfðinu ofan í sandinn og vona að fallbaráttan hverfi.“

„Ég held að það sé mikilvægt svo að þú getir verið trúr sjálfum þér og hugrakkur, að þú festist ekki of mikið í hugsuninni að þú sért í fallbaráttu.“


Nánar er rætt við Óskar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner