Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabía: Mané skoraði í sigri - Lacazette hetjan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem Sadio Mané skoraði fyrsta mark leiksins í 2-0 sigri Al-Nassr.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn gegn Al-Kholood en Mané skoraði í upphafi síðari hálfleiks eftir undirbúning frá Kingsley Coman, fyrrum liðsfélaga sínum hjá FC Bayern.

Inigo Martinez, fyrrum leikmaður Barcelona, innsiglaði svo sigurinn á 81. mínútu eftir undirbúning frá Marcelo Brozovic, fyrrum leikmanni Inter.

Mohamed Simakan, Joao Félix og Cristiano Ronaldo voru einnig meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Nassr, sem er með 6 stig eftir tvær fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Alexandre Lacazette var þá hetjan í sigri Neom SC gegn Damac. Hann skoraði eina markið í fyrri hálfleik og gerði svo sigurmark úr vítaspyrnu í síðari hálfleik, lokatölur 1-2.

Saïd Benrahma, Ahmed Hegazy og Luis Maximiano voru meðal byrjunarliðsmanna í sigurliði Neom sem leikur undir stjórn Christophe Galtier.

Al-Nassr 2 - 0 Al-Kholood
1-0 Sadio Mane ('52)
2-0 Inigo Martinez ('81)

Damac 1 - 2 Neom
0-1 Alexandre Lacazette ('30)
1-1 J. Medina ('49)
1-2 Alexandre Lacazette ('83, víti)

Al-Riyadh 2 - 1 Al-Najma
Athugasemdir
banner