Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. ágúst 2022 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Gauti má tæknilega séð spila, en það mun kosta sitt
Brynjar Gauti í leik með Fram.
Brynjar Gauti í leik með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brynjar Gauti faðmar Óskar Örn Hauksson.
Brynjar Gauti faðmar Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson gekk í raðir Fram frá Stjörnunni í félagaskiptaglugganum í sumar.

Miðvörðurinn hefur komið virkilega öflugur inn í lið Fram og hjálpað til við að binda vörn liðsins saman. Brynjar skrifaði undir samning við Fram sem gildir út tímabilið 2024.

Hann hafði ekki fengið margar mínútur hjá Stjörnunni en kom beint inn í liðið hjá Fram sem hefur fengið sjö stig úr leikjunum þremur sem Brynjar hefur spilað.

Brynjar kemur þó ekki til með að spila á móti Stjörnunni þegar liðin mætast á morgun. Í samningi leikmannsins er klásúla sem gerir það að verkum að Fram þarf að greiða ákveðið háa upphæð til Stjörnunnar ef hann spilar gegn liðinu á þessu ári.

„Það er ekkert samkomulag á milli félaganna, það er klásúla í kaupsamningnum sem felur það í sér að ef Brynjar Gauti spilar gegn Stjörnunni á þessu ári að þá hækki kaupverðið um x upphæð," segir Agnar Þór Hilmarsson, verðandi formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Fótbolta.net.

„Brynjar má spila, það er ekkert sem bannar það að hann spili. En þá hækkar kaupverðið."

„Við í Fram eru mjög ánægðir að hafa tryggt okkur þjónustu Brynjars Gauta. Við erum ánægðir með hans byrjun hjá félaginu," sagði Agnar jafnframt.

Er þetta löglegt?
Brynjar Gauti þótti ekki nægilega sterkur fyrir lið Stjörnunnar á þessu tímabili en samt vilja Garðbæingar koma í veg fyrir að hann spili gegn þeirra liði á morgun. En eru svona klásúlur löglegar í kaupsamningum?

Fótbolti.net hefur sent fyrirspurn á Hauk Hinriksson, yfirlögfræðing KSÍ, varðandi þetta tiltekna mál. Rætt var um málið í útvarpsþættinum á laugardag en það er hægt að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan í heild sinni.

Sjá einnig:
Samkomulag sem ætti ekki að vera leyfilegt?
Útvarpsþátturinn - Íslensk yfirferð og enski nálgast
Athugasemdir
banner
banner
banner