Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fös 02. ágúst 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish minnist Shakespeare og birtir falleg skilaboð frá honum
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jack Grealish, leikmaður Manchester City, minntist þjálfarans Craig Shakespeare á samfélagsmiðlum í gær og birti skilaboð sem hann fékk frá honum fyrir stuttu síðan.

Shakespeare lést í gær eftir stutta baráttu við krabbamein. Shakespeare var aðstoðarmaður Claudio Ranieri hjá Leicester þegar liðið varð enskur meistari árið 2016. Hann tók við af Ranieri árið eftir og kom liðinu alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Shakespeare þjálfaði Grealish hjá Aston Villa er hann var aðstoðarstjóri Dean Smith. Grealish var algjör stjarna hjá Villa áður en hann var seldur til Man City fyrir 100 milljónir punda.

„Shakey, ein besta manneskja sem ég hef hitt. Ekki bara í fótboltanum, í öllu lífinu," skrifar Grealish.

„Í síðasta mánuði sendirðu mér skilaboð á meðan þú varst veikur þegar ég komst ekki í hópinn fyrir EM. Það sýnir hvernig maður þú varst. Með hjarta úr gulli. Við munum öll sakna þín Shakey. Ég er miður mín og sendi alla mína ást til fjölskyldu þinnar."

Grealish birtir svo skilaboðin en þar stóð: „Jack, stundum er erfitt að vita hvað skal segja. Ég er leiður og ég hugsa til þín. Þú ert hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef unnið með. Hugsaðu vel um þig."

Hér fyrir neðan má sjá færsluna frá Grealish.


Athugasemdir
banner
banner
banner