Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2019 08:22
Magnús Már Einarsson
Liverpool leyfir Bobby Duncan að ræða við Fiorentina
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur gefið Bobby Duncan leyfi til að ræða við ítalska félagið Fiorentina.

Félögin eru að nálgast samkomulagi um kaupverð í kringum tvær milljónir punda og Duncan er nú á leið til Ítalíu í viðræður og læknisskoðun.

Félagaskiptaglugginn á Ítalíu lokar í dag og því þarf að hafa hraðar hendur.

Í síðustu viku birti Saif Rubie, umboðsmaður Duncan, harðorða yfirlýsingu á Twitter þar sem hann sakaði Liverpool um að vera að skaða andlega heilsu leikmannsins með því að leyfa honum ekki að fara í annað félag.

Sjá einnig:
Bobby Duncan brjálaður út í Liverpool - Ekki farið úr húsi í fjóra daga
Carragher kallar umboðsmann Duncan trúð
Umboðsmaður Bobby Duncan hættur á Twitter
Bobby Duncan: Ég vil bara spila fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner