Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 29. ágúst 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Umboðsmaður Bobby Duncan hættur á Twitter
Saif Rubie, umboðsmaður Bobby Duncan leikmanns Liverpool, er hættur á Twitter en hann er búinn að eyða aðgangi sínum þar.

Saif sendi rosalega yfirlýsingu frá sér á Twitter í gær þar sem hann talaði mjög illa um Liverpool og sagði félagið vera að skaða andlega heilsu leikmannsins með því að leyfa honum ekki að fara frá félaginu.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, svaraði Saif og úr varð mikið rifrildi þeirra á milli.

Stuðningsmenn Liverpool grófu síðan upp gamlar Twitter færslur frá Saif þar sem hann sést meðal annars vera með kynþáttafordóma sem og móðganir í garð samkynhneigðra.

Saif hefur nú ákveðið að eyða Twitter aðgangi sínum en ekkert hefur heyrst meira frá honum opinberlega síðan rifrildið við Carragher var í gangi síðdegis í gær.

Sjá einnig:
Bobby Duncan brjálaður út í Liverpool - Ekki farið úr húsi í fjóra daga
Carragher kallar umboðsmann Duncan trúð
Athugasemdir
banner