Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   mán 02. september 2024 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Ben: Ætlum ekki að gefa afslátt þó að við förum ekki út í ítrustu hugmyndir
Bjarni á fréttamannafundinum í dag.
Bjarni á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var tilkynnt að setja eigi nýtt undirlag á Laugardalsvöll og vinna á að hefjast síðar á árinu. Setja á hybrid gras, blöndu af grasi og gervigrasi, og það á að stuðla að því að völlurinn verði nothæfur nánast allt árið um kring.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ræddi við Fótbolta.net eftir tilkynninguna.

„Við erum mjög ánægð að vera komin með þessa niðurstöðu. Menn hafa skoðað ýmsar útfærslur undanfarin ár en nú keyrum við á þetta svona, farið í Hybrid-gras. Fyrstu framkvæmdir fara af stað mjög bráðlega. Þegar það gras er komið þá er ljóst að kastíþróttir frjálsra geta ekki lengur verið hér á vellinum. Við erum líka með framtíðarsýn með frjálsíþróttasambandið," segir Bjarni.

„Þetta er áfangi, við byrjum á því að skipta út yfirlaginu, síðan í framhaldinu fara menn skref fyrir skref að þróa völlinn, þ.m.t. áhorfendastæðin og aðra aðstöðu hérna á vellinum. Það sem mestu skiptir er að þetta gerir það að verkum að við Íslendingar getum boðið um má völl sem er klár fyrir keppni lengra fram á haustið og fyrr á vorin en ella væri."

Núverandi staðsetning er framtíðarvallarstæði þjóðarleikvangsins. Bjarni var spurður hvort að Íslendingar mættu eiga von á nýjum leikvangi en heyra mátti á honum að ekki sé von á nýjum leikvangi.

„Við byrjum á yfirborðinu, lögum það, og svo fylgir í áföngum að laga aðra aðstöðu."

„Við erum með metnaðarfull áform um alvöru völl hérna í Laugardalnum og við ætlum ekki að gefa afslátt á því þó að við förum ekki út í ítrustu hugmyndir eins og þær voru áður hugsaðar."


Bjarni var spurður út í hugmyndir fyrri ára um nýjan þjóðarleikvang. Dæmi um hugmyndir má sjá í hlekknum neðst.

„Þetta var kostnaðarmetið, við þurftum að máta það inn í hvað væri raunhæft, og þetta er niðurstaða sem mér sýnist að KSÍ og allir séu sáttir við. Þannig ég er mjög sáttur," segir Bjarni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner